Það er tími til kominn að græja sig upp fyrir útivist sumarsins. Líkur eru á að það þurfi að endurnýja smáhluti eins og brúsa, sokka eða jafnvel skóbúnaðinn og því er gott að vera tímanlega á ferð. Góður jakki í útivistina er svo mikilvægur því að hér á landi má búast við alls konar veðri.
Hvort sem þú ert í göngu, utanvegahlaupum eða öðru rólegra þá eru hér flottar vörur sem þú ættir að kíkja á. Bókin Bíll og bakpoki inniheldur skemmtilegar gönguleiðir um allt land. Allar leiðirnar enda á sama stað og þær hófust, við bílinn. Bókin á heima í hanskahólfinu yfir sumartímann.