sun. 18. maí 2025 06:30
Gráðostasósan sem þú átt eftir að missa þig yfir.
Gráðostasósan sem þú átt eftir að missa þig yfir

Þessi gráðostasósa er tryllingslega góð og steinliggur með grilluðum fiskréttum, kjúklingi, steikum og meira segja grænmeti. Áferðin á þessari sósu er gróf sem gerir hana enn betri. Þeir sem elska gráðosta eiga eftir að missa sig yfir þessari.

 

Rúnar Gíslason matreiðslumeistari, eigandi Spírunnar og veisluþjónustunnar Kokkanna, á heiðurinn af þessari ómótstæðilega góðu gráðostasósu. Þetta er þriðja uppskriftin að grillsósu sem hann afhjúpar fyrir lesendum sem kemur sér afar vel þar sem grillveðrið hefur verið upp á sitt besta síðustu daga.

https://www.mbl.is/matur/frettir/2025/05/14/kryddsosan_hans_runars_eru_tofrar_fyrir_bragdlaukan/

https://www.mbl.is/matur/frettir/2025/05/16/hvitlauks_limonu_og_myntusosan_kemur_med_friskandi_/

 

Gróf gráðostasósa

Aðferð:

  1. Takið annan gráðostinn og hellið edikinu yfir.
  2. Stappið þetta saman.
  3. Blandið svo öllu saman nema hinum gráðostinum og hrærið vel.
  4. Grófstappið svo hinn gráðostinn í sér skál og hellið sósugrunninum yfir og hrærið.
  5. Geymið í kæli þar til þið ætlið að bera hann fram.
til baka