mán. 19. maí 2025 06:00
Íbúðin er á eftirsóttum stað við Kleppsveg í Reykjavík.
49 milljóna dúlluíbúð á Kleppsvegi

Við Kleppsveg í Reykjavík er sjarmerandi 46 fm íbúð til sölu. Þó að íbúðin þyki heldur í smærra lagi er hún mjög björt og hefur núverandi eigandi nýtt fermetrana vel.

Eldhúsið er nýuppgert með eldhúsfrontum frá HAF Studio og hvítri borðplötu. Í stofu er gólfsíður gluggi sem hleypir mikilli birtu inn. Öll rými íbúðarinnar eru flotuð með grængráu floti. 

Baðherbergið er einnig skemmtilegt með rauðum og hvítum retro-flísum á gólfi og hvítum mjóum flísum á vegg. Plássið á ganginum er vel nýtt fyrir geymslu á fötum og aðra muni. 

Sjá á fasteignavef mbl.is: Kleppsvegur 130

til baka