lau. 17. maí 2025 18:00
Gómsætir snúðar með lemon curd.
Lemon-curd snúðar með sítrónu-ostakremi sem eru hættulega góðir

Stundum þarf eitthvað sem sker sig úr, eitthvað sem er bæði létt og djúsí, með ferskan karakter og silkimjúka áferð. Þessir lemon-curd snúðar sameina súran sætleikann úr sítrónunni og mjúka fyllingu í hverjum bita.

Þeir eru fullkomnir þegar ykkur langar í eitthvað öðruvísi en hefðbundna kanilsnúða – bæði litríkir og einstaklega bragðgóðir. Með sítrónu-ostakremi ofan á verða þeir nánast hættulega góðir.

Þetta er einföld uppskrift með óvæntum lúxus og kemur úr smiðju Árna Þorvarðarsonar bak­ara og fag­stjóra við Hót­el- og mat­væla­skól­ann í Kópa­vogi sem kann svo sannarlega að gleðja lesendur með gómsætum uppskriftum að snúðum.

https://www.mbl.is/matur/frettir/2025/05/03/snudaveislan_hans_arna_heldur_afram/

https://www.mbl.is/matur/frettir/2025/04/26/undursamlega_ljuffengir_cinnabon_snudar_med_ostakre/

https://www.mbl.is/matur/frettir/2025/04/13/mogulega_bestu_snudar_sem_thu_hefur_smakkad/

 

Lemon curd snúðar með sítrónu-ostakremi

Deig

Fylling

Sítrónu-ostakrem

Aðferð:

  1. Byrjið á því að virkja gerið með því að blanda því saman við volgt vatn og sykur.
  2. Leyfið því að freyða og koma sér í gang, bætið olíu og salti við, og síðan hveitinu smátt og smátt.
  3. Hnoðið þar til deigið er mjúkt, slétt og aðeins klístrað – þetta er hjartað í góðum snúðum.
  4. Setjið deigið í skál, breiðið viskastykki yfir og leyfið því að hefast í ró og næði í um 15 mínútur.
  5. Rúllið næst deiginu út í stóran ferhyrning og smyrjið lemon-curdinu yfir.
  6. Rúllið upp í þétta rúllu og skerið í sneiðar með beittum hníf.
  7. Raðið snúðunum í bökunarform og leyfið þeim að lyfta sér aftur í um það bil 40 mínútur, svo þeir verði léttir og mjúkir.
  8. Bakið við 180°C í 12-15 mínútur þar til snúðarnir verða gullinbrúnir og ilmurinn fyllir húsið.
  9. Smyrjið sítrónukreminu yfir á meðan snúðarnir eru enn heitir. Kremið bráðnar ofan í hverja rifu og gerir hvern bita silkimjúkan og syndsamlega góðan.
  10. Það er líka fallegt er að sprauta lemon-curd yfir snúðana með kreminu
  11. Kremið er best sett á þegar snúðarnir eru volgir – ekki heitir, svo þeir bráðni ekki alveg, en samt nógu hlýir til að kremið mýkist örlítið og renni örlítið niður hliðarnar.
  12. Þið getið smurt því á með skeið, spaða eða sprautupoka ef þið viljið fá fallega útlitsáherslu.
  13. Ef þið viljið extra sítrónukeim, má strá smá sítrónubörk yfir rétt áður en snúðarnir eru bornir fram.

 

 

 

til baka