Valur vann sinn fyrsta sigur í deildinni á tímabilinu er liðið lagði KA, 3:1, í þriðju umferð deildarinnar í gærkvöld.
Valur er með fimm stig í fimmta sæti deildarinnar en KA er á botninum með eitt stig.
Jónatan Ingi Jónsson kom Val yfir á 14. mínútu og Tryggvi Hrafn Haraldsson tvöfaldaði forystu liðsins rétt fyrir hálfleik.
Jónatan Ingi var aftur á ferðinni á 56. mínútu þegar hann skoraði þriðja mark Vals en Ásgeir Sigurgeirsson minnkaði muninn fyrir KA skömmu síðar.
Mörk leiksins má sjá á Youtube-síðu Bestu deildarinnar og hér fyrir neðan.