fim. 24. apr. 2025 14:59
FH-ingar fengu sitt fyrsta stig í gær.
Fjögur mörk og rautt spjald í Kaplakrika (myndskeið)

FH og KR gerðu 2:2-jafntefli í þriðju umferð í Bestu deild karla í knattspyrnu í Kaplakrika í gærkvöldi.

KR er með þrjú stig í sjöunda sæti og FH með eitt stig í níunda sæti.

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2025/04/23/tiu_fh_ingar_fengu_fyrsta_stigid_gegn_kr/

Gabríel Hrannar Eyjólfsson kom KR yfir eftir aðeins fimm mínútur. Björn Daníel Sverrisson jafnaði metin á 16. mínútu en hann var rekinn af velli á 52. mínútu eftir ljóta tæklingu á Júlíus Mar Júlíussyni.

Þrátt fyrir að vera manni færri kom Baldur Kári Helgason FH aftur yfir en Eiður Gauti Sæbjörnsson jafnaði í 2:2 á 74. mínútu.

Mörkin og rauða spjaldið má sjá á YouTube-síðu Bestu deildarinnar og hér fyrir neðan.

 

 https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2025/04/23/their_spiludu_i_rauninni_handboltavorn/

https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2025/04/23/vid_erum_ekkert_litlir_i_okkur/

til baka