fim. 24. apr. 2025 14:40
Vestri vann leikinn gegn ÍA 2:0 og er í efsta sæti Bestu deildarinnar. Jón Gísli Eyland og Anton Kralj á fullri ferð í Akraneshöllinni í gærkvöld.
Skammast sín fyrir uppákomu í Akraneshöllinni

Halldór Jónsson, íbúi á Akranesi, skrifar á Facebook að hann skammist sín fyrir uppákomu í Akraneshöllinni í gærkvöld en hann segir að stuðningsfólki Vestra hafi verið meinaður aðgangur að stúku Akraneshallarinnar þegar ÍA og Vestri mættust þar í Bestu deild karla í fótbolta.

Halldór segir m.a. í pistli sínum:

Á öllum alvöru kappleikjum er reynt að skapa sem bestar aðstæður fyrir stuðningsmenn beggja liða og umgangast fólk af virðingu. Svo var ekki í gær. Stuðningsmenn Vestra voru gerðir hornreka i orðsins fyllstu merkingu og þeim meinaður aðgangur að stúku knattspyrnuhússins.

Ég velti fyrir mér hvar svona dapurleg ákvörðun er tekin. Eru það starfsmenn íþróttamannvirkjanna eða Knattspyrnufélags ÍA sem það gerðu? Sem íbúi á Akranesi skammast ég mín fyrir þessa uppákomu en dáist jafnframt að umburðarlyndi og kurteisi stuðningsmanna Vestra við þessar móttökur heimamanna. Ég veit líka að það verður vel tekið á móti Skagamönnum þegar þeir koma vestur síðar í sumar.

Vestri vann óvæntan en sanngjarnan sigur í leiknum, 2:0. Færsluna í heild má sjá hér:

 

 

til baka