Vestri lagði ÍA í Akraneshöll, 2:0, í Bestu deild karla í knattspyrnu í gær í þriðju umferð deildarinnar.
Vestri er með sjö stig á toppi deildarinnar og ÍA í áttunda sæti með þrjú stig.
https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2025/04/23/oadfinnanlegur_vestri_a_toppinn/
Diego Montiel skoraði fyrra mark Vestra á 29. mínútu þegar hann komst einn gegn markmanni eftir flotta stungusendingu frá Daða Berg Jónssyni.
Daði Berg skoraði annað mark Vestra á 40. mínútu þegar hann fékk sendingu í gegn, hafði betur gegn Oliver Stefánssyni, lék á Árna Marínó Einarssyni í markinu og setti boltann í netið.
Mörkin og fleiri svipmyndir úr leiknum má sjá á YouTube-síðu Bestu deildarinnar og hér fyrir neðan.
https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2025/04/23/david_smari_elskar_varnarleik/
https://www.mbl.is/sport/efstadeild/2025/04/23/their_eru_ogedslega_erfidir/