fim. 24. apr. 2025 14:06
Emmanuel Macron Frakklandsforseti.
Hvetur Pútín til að hætta að ljúga

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að rússneski starfsbróðir hans, Vladimír Pútin, þurfi að hætta að ljúga um að vilja frið í Úkraínu á meðan hann heldur áfram árásum á landið.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/04/24/trump_vladimir_haettu/

Rússar gerðu stórfelldar eldflaugaárásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu í nótt, þar sem að minnsta kosti níu létust og um 80 særðust. Þetta er ein mannskæðasta árás á Kænugarð frá upphafi stríðsins.

„Það eina sem Pútín þarf að gera er að hætta að ljúga,“ sagði Macron sem er í heimsókn í Madagaskar.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/04/24/niu_latnir_eftir_storfellda_eldflaugararas_a_kaenug/

Hann sakaði Pútín um að hafa sagt bandarískum samningamönnum að hann vilji frið en haldi áfram sprengjuárásum á Úkraínu.

„Í Úkraínu vilja þeir aðeins einfalt svar: Samþykkir Pútín skilyrðislaust vopnahlé,“ sagði Macron.

Hann staðfesti þá opinberu afstöðu Frakka að ábyrgðin á því að skapa frið í Úkraínu sé eingöngu hjá Rússlandsforseta.

 

til baka