fim. 24. apr. 2025 21:15
Valur Orri Valsson, Bjarni Guđmann Jónsson og Arnór Tristan Helgason í baráttunni í fyrsta leik liđanna.
Stjarnan vann eftir rosalegar lokamínútur

Grindavík tók á móti Stjörnunni í Smáranum í undanúrslitum Íslandsmóts karla í körfubolta í kvöld og lauk leiknum međ naumum sigri Stjörnunnar 100:99.

Stađan í einvíginu er ţví 2:0 fyrir Stjörnuna sem ţarf einn sigur til ađ komast í úrslitaeinvígi gegn Tindastóli eđa Álftanesi.

Grindvíkingar voru undir í einvíginu og ţurftu ţví nauđsynlega á sigri ađ halda. Ţeir byrjuđu leikinn af miklum krafti og náđu upp forskoti sem Stjarnan vann niđur jafn óđum. Mestur var munurinn í fyrsta leikhluta 12 stig í stöđunni 31:19 en Stjörnunni tókst ađ minnka muninn niđur í 10 stig fyrir lok fyrsta leikhluta. Stađan eftir fyrsta leikhluta var 31:21 fyrir Grindavík.

Grindvíkingar náđu upp 15 stiga forskoti í öđrum leikhluta í stöđunni 50:35 en Stjörnumenn voru ekki sáttir viđ slíkt og hófu heljarinnar áhlaup á Grindvíkinga sem skilađi ţví ađ Stjarnan vann forskotiđ niđur um 13 stig fyrir hálfleikinn.
Stađan í hálfleik var 52:50 fyrir Grindavík.

Deandre Donte Kane var međ 15 stig og tók 7 fráköst í fyrri hálfleik fyrir Grindavík. Hjá Stjörnunni var Shaquille Rombley međ 15 stig og 4 fráköst.

Grindvíkingar byrjuđu á ţví ađ setja ţriggja stiga körfu í seinni hálfleik en ţá setti Stjarnan leik sinn í gang og jafnađi í stöđunni 55:55. Stjarnan gerđi gott betur og komst tvisvar sinnum yfir í leikhlutanum og var leikurinn farinn ađ minna ansi mikiđ á fyrsta leik liđanna sem Grindavík leiddi framan af.

Grindvíkingum tókst ţó ađ ná forskotinu á ný og byggja upp smá forskot áđur en leikhlutanum lauk. Stađan eftir ţriđja leikhluta 73:67 fyrir Grindavík.

Fjórđi leikhluti var rosalegur. Ţađ var nánast enginn munur á liđunum allan leikhlutann. Grindvíkingar voru ţó skrefinu á undan nánast allan leikhlutann. Svo gerđust hlutir. Ţegar 10,3 sekúndur voru eftir minnkađi Stjarnan muninn í 99:98 og vann síđan boltann og komst yfir 100:99. Ţá voru 5 sekúndur eftir af leiknum og Grindvíkingar fengu tćkifćri til ađ skora. Ţegar ţeir hófu spiliđ ţá er eins og ţeir missi boltann frá sér og beint í innkast.

Dómararnir ákváđu ađ skođa atvikiđ eftir ítrekađar beiđnir og kom ţá í ljós ađ ţađ reyndist vera stađan og Stjarnan međ boltann og yfir ţegar sléttar 5 sekúndur voru eftir af leiknum og honum lokiđ.

Deandre Donte Kane skorađi 25 stig og tók 11 fráköst fyrir Grindavík.
Jade Febres skorađi 24 stig og tók Orri Gunnarsson 8 fráköst fyrir Stjörnuna.

Gangur leiksins:: 5:5, 13:7, 22:12, 31:19, 38:31, 44:35, 50:43, 52:50, 57:57, 64:61, 68:67, 73:67, 82:75, 91:85, 97:90, 99:100.

Grindavík: Deandre Donte Kane 25/11 fráköst/9 stođsendingar, Jeremy Raymon Pargo 21/7 fráköst/7 stođsendingar, Kristófer Breki Gylfason 14, Lagio Grantsaan 11, Ólafur Ólafsson 10/8 fráköst, Valur Orri Valsson 9, Daniel Mortensen 7/8 fráköst/5 stođsendingar, Arnór Tristan Helgason 2.

Fráköst: 33 í vörn, 7 í sókn.

Stjarnan: Jase Febres 24/6 fráköst, Shaquille Rombley 21/6 fráköst, Hilmar Smári Henningsson 14/4 fráköst/9 stođsendingar, Orri Gunnarsson 13/8 fráköst, Júlíus Orri Ágústsson 10, Ćgir Ţór Steinarsson 9/4 fráköst/13 stođsendingar, Bjarni Guđmann Jónson 6, Hlynur Elías Bćringsson 3.

Fráköst: 24 í vörn, 10 í sókn.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Jakob Árni Ísleifsson, Jón Ţór Eyţórsson.

Áhorfendur: 1546

til baka