fim. 24. apr. 2025 13:31
Frá vinstri: Íris Dóra Snorradóttir, Andrea Kolbeinsdóttir og Guðlaug Edda Hannesdóttir.
Andrea og Arnar Íslandsmeistarar

Í dag fór fram 110. Víðavangshlaup ÍR í miðborg Reykjavíkur en mótið er jafn­framt Meist­ara­mót Íslands í 5 km götu­hlaupi.

Tékkinn Jan Halberstat og Andrea Kolbeinsdóttir, úr ÍR, stóðu uppi sem sigurvegarar í Víðavangshlaupinu.

Arnar Pétursson kom annar í mark, fyrstur af Íslendingunum og hann og Andrea eru því Íslandsmeistarar í 5 km götuhlaupi 2025.

Arnar kom í mark á 15:33 mínútum, aðeins tveimur sekúndum á eftir Jan, og þriðji var Nils Fischer úr FH.

 

Þetta er annað árið í röð sem Andrea vinnur hlaupið en hún kom í mark á 16:29 mínútum. Í öðru sæti var Guðlaug Edda Hannesdóttir úr Fjölni á tímanum 17:16 en hún er Ólympíufari í þríþraut. Íris Dóra Snorradóttir úr FH var þriðja á tímanum 17:40.

 

til baka