fim. 24. apr. 2025 13:01
Ella Toone, leikmaður United.
United spilar sjö manna bolta í maí

Kvennalið Manchester United spilar í sjö manna fótbolta á nýju móti í maí þar sem nokkur stórlið hafa skráð sig til leiks.

Manchester United tekur þátt á mótinu ásamt Benfica, Ajax og stórliði Bayern Munchen þar sem Glódís Perla Viggósdóttir spilar. Fjögur lið til viðbótar munu taka þátt en það er ekki búið að tilkynna þau.

Verðlaunaféð fyrir sigurvegara mótsins er fimm milljónir punda en það fer fram 21. -23. maí í Estoril, Portúgal.

 

View this post on Instagram

A post shared by Manchester United Women (@manutdwomen)

 

Seinna á þessu ári mun sama mót fara fram en þá taka önnur átta lið þátt og mótið fer fram í Norður-Ameríku.

 

til baka