fim. 24. apr. 2025 12:34
Sergei Shoigu.
Varar NATO við þriðju heimsstyrjöldinni

Allar sendingar friðargæslusveita frá Evrópulöndum til Úkraínu myndi leiða til beinna árekstra milli Rússlands og NATO og hugsanlega þriðju heimsstyrjaldar.

Þetta sagði fyrrverandi varnarmálaráðherrann og núverandi yfirmaður rússneska öryggisráðsins, Sergei Shoigu, við rússnesku ríkisfréttastofuna Tass.

Shoigu á við svokallaða „bandalag hinna viljugu“, sem er tilraun Frakka og Breta til að leiða saman Evrópuríki sem munu senda friðargæslusveitir til Úkraínu í lok stríðsins til að viðhalda friði.

„Skynsamir stjórnmálamenn í Evrópu skilja að framkvæmd slíkrar atburðarásar gæti leitt til beinna árekstra milli NATO og Rússlands og jafnvel valdið þriðju heimsstyrjöldinni,“ sagði Shoigu.

 

til baka