Marcus Rashford hefur leikið vel með Aston Villa síðan hann kom til liðsins á láni frá Manchester United í febrúar. Hann er þar á láni út tímabilið en er samningsbundinn United til 2028.
Rashford og Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, náðu ekki vel saman og Rashford spilaði lítið á tímabilinu áður en hann var sendur á lán.
„Ég gat ekki látið Rashford sjá hvernig þú átt að spila fótbolta né æft eins og ég vil að leikmenn æfi,“ sagði Amorim um Rashford eftir að hann var sendur til Aston Villa.
United mun því líklegast senda hann aftur á lán eða selja hann í sumar.
Rashford vill lið sem spilar í Meistaradeild Evrópu en samkvæmt heimildum BBC eru engar viðræður um framtíð hans í gangi og þær munu ekki hefjast fyrr en um miðjan júní.