fim. 24. apr. 2025 11:49
Rússar gerðu stófellda loftárás á Kænugarð í nótt.
Fordæma eldflaugaárásir Rússa

Bresk yfirvöld fordæma eldflaugaárás Rússa á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt sem drap níu manns og særði um 80.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/04/24/niu_latnir_eftir_storfellda_eldflaugararas_a_kaenug/

„Á meðan úkraínskir ráðherrar voru í London að vinna að friði voru Rússar með Vladímír Pútin forseta í broddi fylkingar að ráðast á úkraínsku þjóðina. Þetta eru ekki aðgerðir friðarmanns,“ segir David Lammy, utanríkisráðherra Bretlands, í færslu á X.

Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, segir að árásin sendi skýr skilaboð frá Kreml.

„Rússland hefur engan raunverulegan áhuga á friði. Danmörk stendur saman með Úkraínu gegn þessari grimmd,“ skrifar hún á X.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/04/24/selenski_aflysir_fundum_i_s_afriku_og_heldur_heim/

Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segir að árás Rússa á Kænugarð sýni að Vladimír Pútin Rússlandsforseti haf ekki áhuga á að stöðva stríðið.

 

til baka