fim. 24. apr. 2025 11:00
Erlendur Guðmundsson getur ekki tekið þátt í leiknum gegn FH í kvöld.
Getur ekki tekið þátt með Fram í kvöld

Handboltamaðurinn Erlendur Guðmundsson getur ekki tekið þátt með Fram þegar liðið mætir FH í kvöld í undanúrslitum Íslandsmóts karla. Liðið getur tryggt sér sæti í úrslitum með sigri.

Erlendur er línumaður og skoraði 46 mörk fyrir Fram í deildinni þegar liðið lenti í fjórða sæti.

Hann missti af seinni leik Fram gegn FH í undanúrslitum síðastliðinn mánudag en liðið er 2:0 yfir í einvíginu. 

„Ég fékk höfuðhögg á æfingu og vægan heilahristing. Er bara nýhættur að vera með hausverk,“ sagði Erlendur við mbl.is í dag.

„Held ég nái leik fjögur ef það kemur að því,“ sagði Erlendur en það þarf að vinna þrjá leiki til þess að komast í úrslit.

FH og Fram mætast í kvöld klukkan 19:30 í Kaplakrika.

til baka