Knattspyrnumaðurinn Óskar Jónsson mun spila með Leikni úr Reykjavík í næstefstu deild í sumar en hann kemur þangað frá Fram.
Óskar sleit krossband á æfingu í janúar 2024 og missti því af öllu síðasta tímabili en fyrir það spilaði hann 22 af 27 leikjum liðsins þegar liðið hélt sér naumlega uppi í Bestu deild.
Hann er uppalinn hjá Breiðabliki en hefur einnig leikið með Gróttu í efstu deild og svo Þrótti úr Reykjavík, ÍR og Þór.
Leiknir lenti í 8. sæti í næstefstu deild í fyrra með 28 stig.