fim. 24. apr. 2025 09:05
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Jana Sól Valdimarsdóttir í leik Víkings og Stjörnunnar.
Best í annarri umferð

Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir, varnarmaður Víkings, var besti leikmaðurinn í annarri umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Áslaug gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu þegar Víkingar unnu stórsigur á Stjörnunni, 6:2, í Garðabæ í fyrrakvöld. Öll mörkin komu eftir föst leikatriði Víkinga þar sem hún var á réttum stað í vítateig Stjörnukvenna.

Hún hefur til þessa verið þekkt fyrir allt annað en að skora mörk en Áslaug hafði fyrir þennan leik skorað þrjú mörk í 112 deildaleikjum, heima og erlendis.

Áslaug varð 22 ára í gær, daginn eftir þrennuna, en hún er Selfyssingur og lék með meistaraflokki Selfoss í efstu deild frá 2018 til 2023 þar sem hún varð bikarmeistari árið 2019. Áslaug lék 86 leiki með Selfossi í efstu deild og skoraði þrjú mörk.

Greinin í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag og þar er birt úrvalslið annarar umferðar Bestu deildar kvenna

 

til baka