Lyftingakonan Eygló Fanndal Sturludóttir var í gær heiðruð fyrir afrek sitt í síðustu viku þegar hún varð Evrópumeistari kvenna í -71 kg flokki í ólympískum lyftingum. Hún varð þar með fyrst allra Íslendinga Evrópumeistari í fullorðinsflokki í þessari íþrótt.
Á Evrópumótinu í Moldóvu lyfti Eygló 109 kílóum í snörun og 135 kílóum í jafnhendingu og samtals því 244 kílóum og bætti eigið Íslandsmet í öllum þremur greinunum.
Lyftingasamband Íslands hélt móttöku fyrir Eygló í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands, Vésteinn Hafsteinsson afreksstjóri ÍSÍ, Lárus Blöndal forseti ÍSÍ, Óskar Ármannsson frá mennta- og barnamálaráðuneytinu, og Harpa Þorláksdóttir, formaður Lyftingasambands Íslands og móðir Eyglóar, fluttu ávörp henni til heiðurs.
Eygló er aðeins 23 ára gömul og er nýkomin upp úr aldursflokki U23 ára þar sem hún varð tvívegis Evrópumeistari.
Karítas Sveina Guðjónsdóttir ljósmyndari Morgunblaðsins og mbl.is tók meðfylgjandi myndir í móttökunni: