fim. 24. apr. 2025 08:33
Volodimír Selenskí Úkraínuforseti.
Selenskí aflýsir fundum í S-Afríku og heldur heim

Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hefur aflýst hluta af dagskrá sinni í Suður-Afríku eftir stórfellda eldflaugaárásir Rússa á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu í nótt.

Selenskí greinir frá því á samfélagsmiðlinum X að hann mundi halda heim á leið í dag eftir fund með Cyril Ramaphosa, forseta Suður-Afríku. Upphaflega átti Selenskí að funda með fulltrúm G20 ríkjanna en Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, mun funda með þeim í stað Selenkís.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/04/24/niu_latnir_eftir_storfellda_eldflaugararas_a_kaenug/

Í það minnsta níu létust í árásum Rússa á Kænugarð og tugir manna eru særðir.

„Björgunaraðgerðir standa enn yfir og verið er að hreinsa rústir úr íbúðahúsum. Á þessari stundu hafa 80 manns særst víðsvegar um Úkríanu. Allir fá þá hjálp sem þeir þurfa,“ skrifar Selenkí í færslu á X.

 

 

til baka