fim. 24. apr. 2025 08:02
Frá setningu Andrésar andar leikanna á Akureyri í gær.
Metfjöldi á Andrésar andar leikunum

49. Andrésar andar leikarnir í skíðaíþróttum voru settir í Hlíðarfjalli við Akureyri í gær.

Þrátt fyrir erfiðan skíðavetur með snjóleysi og sunnan áttum víða um land þá hefur það ekki áhrif á aðsókn barnanna að leikunum í ár, en 930 börn eru skráð til leiks og hafa leikarnir aldrei verið svona vel sóttir.

 

 

Undirbúningur leikanna hefur staðið yfir síðan s.l. haust og búast mótshaldarar við miklu fjöri á leikunum í ár, enda Andrésarleikarnir alltaf hápunktur hvers skíðavetrar hjá börnunum og marga sem þyrstir í að koma til Akureyrar og taka þátt í gleðinni.

Aðstæður í Hlíðarfjalli eru með ágætum þrátt fyrir lítinn snjó. Hafa starfsmenn Hlíðarfjalls unnið hörðum höndum við að ýta og flytja til snjó og skapa góðar aðstæður til að leikarnir geti farið fram með eðlilegum hætti.

 

til baka