Að minnsta kosti níu er látnir og tugir manna eru særðir eftir stórfellda eldflaugaárás á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu í nótt.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/04/23/kennir_selenski_um_ad_vidraedur_hafi_farid_ut_um_th/
Þetta er ein mannskæðasta árás Rússa á Kænugarð frá upphafi stríðsins sem hófst fyrir rúmum þremur árum. Staðfest dauðsföll eru níu og þá eru á sjöunda tug særðir, þar á meðal sex börn.
Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu, segir á samfélagsmiðlum að árásin sýni að Rússar vilji ekki stöðva stríðið.
„Vladímír Pútín Rússlandsforseti sýnir með gjörðum sínum, ekki orðum, að hann virði enga friðarviðleitni og vilji halda stríðinu áfram,“ segir hann.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/04/23/niu_latnir_og_tugir_saerdir_eftir_dronaaras_a_rutu/
Þá gagnrýnir utanríkisráðherrann tillögur Pútíns um vopnahlé í skiptum fyrir landsvæði á Krímskaga.
Pútín á enn eftir að svara boði Volodimír Selenskí Úkraínuforseta um að stöðva algjörlega loftárásir á borgaraleg skotmörk og hafnaði í síðasta mánuði kröfu Bandaríkjamanna og Úkraínumanna um fullt og skilyrðislaust vopnahlé.
„Pútín sýnir aðeins löngun til að drepa,“ segir Andrii Jermark helsti aðstoðarmaður Selenskís.