Tryggvi Snær Hlinason varð í gærkvöld Evrópubikarmeistari í körfuknattleik með spænska liðinu Bilbao eins og sagt var frá hér á mbl.is.
Bilbao tapaði seinni úrslitaleiknum gegn PAOK í Grikklandi, 84:82, eftir mikla spennu en hafði unnið heimaleikinn 72:65 og stóð því uppi sem sigurvegari í keppninni.
Evrópubikarinn fór á loft eftir leikinn og að vonum var fögnuður leikmanna spænska félagsins mikill. Meðfylgjandi myndir birtust á síðu FIBA Basketball eftir leikinn: