Stjarnan sigraði Aftureldingu, 27:25, í fyrsta úrslitaleik umspilsins um sæti í úrvalsdeild kvenna í handknattleik en leikið var í Garðabæ í kvöld.
Stjarnan var yfir í hálfleik, 19:13. Liðin mætast aftur í Mosfellsbæ á laugardaginn en þrjá sigra þarf til að fá keppnisrétt í úrvalsdeildinni 2025-26.
Stjarnan endaði í sjöunda sæti úrvalsdeildarinnar í vetur og Afturelding endaði í þriðja sæti 1. deildar en sló út HK sem endaði í öðru sæti.
Embla Steindórsdóttir og Eva Björk Davíðsdóttir skoruðu tvo þriðjuhluta af mörkum Stjörnunnar í kvöld, níu mörk hvor. Hulda Dagsdóttir skoraði níu mörk fyrir Aftureldingu.