Tvær konur hafa kært þrjá menn fyrir hópnauðganir í mars. Brotin er sögð hafa átt sér stað með tveggja vikna millibili en konurnar tengjast ekki.
Grunur leikur á um að þeim hafi verið byrluð ólyfjan á sama skemmtistað í miðborg Reykavíkur.
Mennirnir þrír eru til rannsóknar í báðum málum. Enginn þeirra er í gæsluvarðhaldi.
Ríkisútvarpið greinir frá.
Nauðganirnar stóðu yfir klukkustundum saman
Í umfjöllun Rúv kemur fram að lögmaður kvennanna telji að um skipulögð brot hafi verið að ræða.
Haft er eftir réttargæslumanni kvennanna að þær hafi verið teknar í sömu íbúð í Vesturbænum þar sem brotið var á þeim klukkustundum saman.
Vill hann vekja athygli á málinu til að vara aðrar konur við mönnunum, sem enn ganga lausir.
Þá vilja konurnar jafnframt hvetja aðrar konur sem kunna að hafa orðið fyrir sambærilegu ofbeldi til að leggja fram kæru.