mið. 23. apr. 2025 19:45
Trump gagnrýnir Selenskí harðlega í nýrri færslu. Myndin er frá fundi leiðtoganna í Hvíta húsinu í febrúar.
Kennir Selenskí um að viðræður hafi farið út um þúfur

Donald Trump Bandaríkjaforseti kennir Volodimír Selenskí Úkraínuforseta um að friðarviðræður milli Rússlands og Úkraínu hafi farið út um þúfur.

Í nýrri færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, segir Trump að friðarsamkomulag hafi nánast verið í höfn en að afstaða Selenskí, sem neitaði að samþykkja hernám Rússa á Krímskaga, hafi torveldað framgang viðræðnanna.

Tillögur Trumps: Engin NATO-aðild fyrir Úkraínu

Hafnaði fyrirkomulagi Bandaríkjanna

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, kynnti áður bandaríska sýn á mögulegt fyrirkomulag, sem myndi fela í sér að Rússland fengi að halda þeim svæðum sem það hefur nú yfirráð yfir, þar á meðal Krímskaga sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014.

Selenskí hefur hafnað þessu fyrirkomulagi og lýst því sem broti á stjórnarskrá Úkraínu.

Pútín leggur til að Rússar opni fyrir beinar viðræður við Úkraínu

Rússar brotið páskavopnahlé ítrekað

Selenskí hafi „engin spil á hendi“

Í færslu sinni heldur Trump því fram að Selenskí hafi „engin spil á hendi“ og geti annað hvort valið frið eða haldið áfram að berjast í þrjú ár til viðbótar, með þeim afleiðingum að hann geti „misst allt landið“.

Auk þess skrifar Trump að Úkraína hafi tapað Krímskaga fyrir mörgum árum og að skaginn sé ekki einu sinni „til umræðu“ í friðarviðræðunum.

Bandaríkin hafa að undanförnu lagt aukinn þrýsting á Úkraínu til að ganga frá samkomulagi við Rússland.

Níu látnir og tugir særðir eftir drónaárás á rútu

til baka