Sérsveit ríkislögreglustjóra hefur verið kölluð út til aðstoðar lögreglunni á Suðurlandi.
Þetta staðfestir Helena Sturludóttir, upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is.
Einar Sigurjónsson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, segist ekki geta veitt nánari upplýsingar um eðli útkallsins að svo stöddu.
Fréttin hefur verið uppfærð.