fös. 25. apr. 2025 08:00
Húsið er lítið og hlýlegt.
Lítið hús en stór pottur í Borgarfirði

Í Borgarfirði er pínulítið hús til leigu með glerþaki. Húsið er auglýst til leigu á vefsíðunni AirBnb og er án efa mjög vinsælt á meðal útlendinga en gæti nýst Íslendingum í rómantískri helgarferð vel.

Úr svefnherberginu má dást að stjörnunum, sólinni eða snjónum. Garðurinn er lítill með stórum heitum potti. 

Húsið er staðsett steinsnar frá Hraunfossum í Borgarbyggð.

 

til baka