Íslenski fiskiskipaflotinn landađi 65.882 tonnum í mars síđastliđnum og er ţađ um 9% meiri afli en í sama mánuđi í fyrra. Munar ţar mestu um botnfiskafla sem jókst um 23% í 48.620 tonn.
Ţetta má lesa úr tölum Hagstofu Íslands.
Međal botnfiskafla munar mestu um ţorsk, ýsu og „annan botnfiskafla“ en magn jókst um meira en tvö ţúsund tonn í hverjum ţessum tegundaflokkum. Myndarleg aukning varđ einnig í karfa og ufsa, en illa hefur gengi ađ ná ufsanum í vetur.
https://www.mbl.is/200milur/frettir/2025/03/14/hrakleg_ufsaveidi_i_vetur/
Um 1.800 tonn af flatfiskafla var landađ í mars á ţessu ári og er ţađ um 18% minna en í sama mánuđi í fyrra. Hlutfallslega varđ jafn mikill samdráttur í uppsjávarafla en landađ var ríflega 14 ţúsund tonnum af kolmunna í mars.
Leiđindaveđur var í febrúar sem hafđi veruleg áhrif á sjósókn margra og ţví mátti ađ vissu leiti búast viđ auknum afla í mars.
https://www.mbl.is/200milur/frettir/2025/03/12/fegnir_ad_vera_lausir_vid_braeluskitinn/
Innan viđ milljón tonn
Ef litiđ er til 12 mánađa tímabils frá apríl 2024 til mars 2025 var landađ 992 ţúsund tonnum sem er 8% minni afli en sama 12 mánađa tímabil á undan. Skýrist samdrátturinn af um hundrađ ţúsund tonna samdrćtti í uppsjávarafla og munar mestu um makríl og síld.
Botnfiskafli jókst á sama tíma um 6% í 429 ţúsund tonn. Ţar af var ţorskur 223 ţúsund tonn, ýsa 87 ţúsund tonn, karfi 43 ţúsund tonn og ufsi 37 ţúsund tonn.