Línuskipin Páll Jónsson GK og Sighvatur GK sem Vísir gerir út lönduđu bćđi í Grindavík í gćr. Páll kom međ um hundrađ tonn og Sighvatur um 75 tonn.
„Aflinn var rétt rúmlega 100 tonn og ţetta var ágćtis millifiskur. Viđ vorum nánast allan túrinn á Jökultungunni og reyndar yst á henni. Alls var lagt ţar sex sinnum og síđan var reyndar tekinn smástubbur á Grjóthryggnum í lokin. Ţađ var smá kaldi í upphafi túrs en síđan var bara blíđa,“ segir Benedikt Jónsson, skipstjóri á Páli Jónssyni, í fćrslu á vef Síldarvinnslunnar.
Í fćrslunni segist Ađalsteinn Rúnar Friđţjófsson, skipstjóri á Sighvati, sáttur viđ páskatúrinn. „Aflinn hjá okkur var um 75 tonn. Helmingur aflans var ţorskur en síđan var ţetta blandađ; langa, keila, ýsa og karfi. Viđ vorum í Kolluálnum og síđan á Jökultungu og Jökulbanka. Ţetta voru fimm og hálf lögn í túrnum en hann var styttri en venjulega vegna ţess ađ enginn fiskur verđur unninn hjá Vísi á fimmtudag og föstudag.”
Páll Jónsson hélt á ný til veiđa í gćrkvöldi og Sighvatur heldur til veiđa í dag.