mið. 23. apr. 2025 20:00
Sturluð íbúð til leigu í Lissabon

Lissabon í Portúgal hefur vakið mikla athygli síðustu ár og hefur verið vinsæll áfangastaður. Í borginni færðu dásamlegan mat, sólskin og góða rassvöðva.

Þeir sem ætla sér að heimsækja borgina í náinni framtíð og vilja helst leigja sér íbúð í stað hótelherbergis ættu að hafa þessa íbúð sem er auglýst til leigu á vefsíðunni AirBnb í huga. Íbúðin er björt, dásamlega falleg, stílhrein og vel staðsett.

Íbúðin er í gömlu húsi í hjarta Baixa-hverfisins og er með einu svefnherbergi. Það komast hins vegar fjórir gestir fyrir því í stofunni er svefnsófi. Íbúðin væri því fullkomin fyrir fjögurra manna fjölskyldu. 

 

 

til baka