mið. 23. apr. 2025 22:04
Bells Larsen setti inn færslu á Instagram þar sem hann tilkynnti aðdáendum sínum að fyrirhuguðum tónleikum í Bandaríkjunum yrði aflýst.
Transtónlistarmaður aflýsir tónleikum í Bandaríkjunum

Þann 12. apríl tilkynnti kanadíski söngvarinn og lagahöfundurinn Bells Larsen á Instagram að hann myndi hætta við fyrirhugaða tónleika í Bandaríkjunum vegna þess að hann er trans og skilgreindur sem karlmaður í vegabréfinu og getur því ekki ferðast til landsins.

„Það er enginn stjórnmálamaður sem fær að ákveða hvort þú sért til eða ekki. Þú ert sá sem þú segist vera og það er nóg.“

Fyrr í mánuðinum uppfærði bandaríska ríkisborgara- og innflytjendaþjónustan (USCIS) leiðarvísi þar sem tilgreint er að aðeins séu til tvö líffræðileg kyn, karl og kona, á skjön við það sem áður var þegar þriðja kynið var valmöguleiki á vísa- og innflytjendaeyðublöðum.

Það þýðir að trans og kynsegin ferðalangar gætu lent í vandræðum við komuna til landsins.

Larsen, sem er 27 ára, finnur sjálfan sig nú á viðkvæmum stað líkt og fram kemur í nýju viðtali við hann á vefmiðli The Guardian: „Ég er agndofa yfir því að hve miklu leyti samfélagið er að afmá mennskuna.“

Tónlistarmaðurinn kom út sem trans árið 2021 og kynnir um þessar mundir nýjustu plötu sína, Blurring Time. Stefnan var að halda tónleika fyrir aðdáendur sína í Bandaríkjunum en ekki er lengur útlit fyrir það. Meginþema plötunnar er ferlið sem hann gekk í gegnum þegar hann fór úr líkama konu yfir í líkama karlmanns og tónlistarstefnan sem hann fylgir er frekar lágstemmd og þjóðleg.

Í bili ætlar Larsen að einblína á tónleika í heimalandi sínu Kanada og í Evrópu. 

View this post on Instagram

A post shared by Bells Larsen (@bellslarsen)

 

The Guardian

til baka