Búist er við að minnsta kosti 250 þúsund manns verði við útför Frans páfa en hann verður lagður til hinstu hvílu í kirkju heilagrar Maríu á laugardagsmorgun.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/04/23/mikil_eftirsja_ad_thessum_pafa_thessum_goda_manni/
Lík páfa var flutt í Péturskirkju í morgun en tugir þúsunda hafa þegar farið til Vatíkansins á síðustu tveimur dögum til að votta látnum páfa virðingu sína. Hann lést úr heilablóðfalli á öðrum degi páska, 88 ára gamall.
Fjölmargir þjóðarleiðtogar verða viðstaddir útförina og þeirra á meðal Halla Tómasóttir, forseti Íslands, Donald Trump Bandaríkjaforseti og Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/04/22/halla_saekir_utfor_pafans_i_rom/
Vatíkanið hefur aukið öryggisráðstafanir til að takast á við gríðarlegan fjölda fólks sem búist er við um helgina - sem og tugi þjóðhöfðingja og kóngafólks.