mið. 23. apr. 2025 12:35
Bolurinn er frá íslenska fatamerkinu Takk Takk.
Íslandsbolur Laufeyjar vekur athygli

Íslenska tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir klæddist hvítum hlýrabol með íslenska fánanum á tónlistarhátíðinni Coachella um liðna helgi. Eftirspurnin eftir bolnum mun án efa vaxa eftir að hún birti myndirnar af sjálfri sér í bolnum, þá ekki aðeins á meðal ferðamanna heldur einnig tískuáhugafólks.

Laufey hefur undanfarið ár orðið mikill áhrifavaldur í tískuheiminum og klæðst hátískumerkjum eins og Chanel, Chloé og Gucci þegar hún kemur fram. Fatastíll hennar þykir kvenlegur, frjálslegur en einnig töffaralegur. 

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

 

Bolurinn uppseldur

Laufey hefur ávallt talað um hversu stolt hún er af íslenska uppruna sínum og sagt að hún sé þakklát fyrir að hafa alist hér upp. Hún sýnir það svo sannarlega með því að klæðast bolnum á einni stærstu tónlistarhátíð heims.

Bolurinn sem Laufey klæðist er frá nýja íslenska fatamerkinu Takk Takk. Á heimasíðu fyrirtækisins segir að merkið sé íslenskt og nútímalegt lúxusfatamerki sem standi fyrir mikilleika og leiðinni að árangri og farsæld.

Bolurinn er sem stendur uppseldur á heimasíðu fyrirtækisins.

 

til baka