mið. 23. apr. 2025 10:49
Frá Istanbúl í Tyrklandi.
Öflugur jarðskjálfti í Tyrklandi

Jarðskjálfti að stærðinni 6,2 varð í Marmarahafi skammt frá vesturútjaðri Istanbúl í Tyrklandi, í morgun. Skjálftinn mældist á tíu kílómetra dýpi.

Ekki hafa borist neinar fregnir um dauðsföll eða meiðsli af völdum skjálftans en hann fannst vel í borginni þar sem fólk þusti út á götur. 16 milljónir manna eru búsettir í Istanbúl þar sem fimmtungur íbúa landsins býr.

Tveir aðrir skjálftar mældust á sama svæði og voru þeir að stærðinni 4,4 og 3,9.

Yfirvöld í Istanbúl hafa varað almenning við því að fara inn í byggingar sem gætu skemmst í kjölfar jarðskjálftanna og þau ráðleggja fólki að keyra ekki eða nota síma sína nema brýna nauðsyn beri til.

 

til baka