mið. 23. apr. 2025 10:48
Ylfa Árnadóttir hefur sett sína fögru íbúð í Hlíðunum á sölu.
Ylfa selur 73 fm af fegurð

Ylfa Árnadóttir, verkefnastjóri á Landspítalanum, hefur sett einstaklega smekklega íbúð sína við Mávahlíð í Reykjavík á sölu. Um er að ræða 73 fm íbúð sem er í risi húss sem reist var 1949. 

Heimili Ylfu býr yfir miklum töfrum en á milli stofu og eldhúss er hringlaga opnun sem gefur heimilinu mikinn svip. 

Árið 2023 var eldhúsinnréttingin í íbúðinni endurnýjuð. Þar er að finna kampavínslitaða sprautulakkaða innréttingu frá Kvik og eru öll tæki innbyggð. Þar er til dæmis tækjaskápur með sjálfvirkri lýsingu. Í eldhúsinu er eyja með Dekton-steini á borðum en sami steinn flæðir upp á vegg fyrir ofan vask. Eins og sést á ljósmyndunum er eldhúsið frísklegt og fallegt eins og önnur rými íbúðarinnar. 

 

Sjá nánar á fasteignavef mbl.is: Mávahlíð 38

til baka