Níu eru látnir og tugir eru særðir eftir drónárás Rússa á rútubifreið í borginni Marhanets í suðausturhluta Úkraínu í dag.
Úkraínsk yfirvöld segja að árás Rússa hafi drepið níu manns og 30 eru særðir en Rússar gerðu einnig drónaárásir á höfuðborgina Kænugarð og borgirnar Kharkiv, Poltava og Odesa.
Árásir Rússa koma á sama tíma og stjórnarerindrekar frá Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Úkraínu búa sig undir viðræður í Lundúnum sem miða að því að tryggja vopnahlé í átökunum.