Bandarísku forsetahjónin fyrrverandi, Michelle og Barack Obama, voru mynduð í bak og fyrir er þau yfirgáfu ítalska veitingastaðinn Osteria Mozza í Washington nú á dögunum, en um var að ræða fyrsta skiptið sem forsetahjónin sáust saman síðan í desember.
Gestur á veitingastaðnum, sem kallar sig Brian á TikTok, deildi myndskeiði af hjónunum, en í því má sjá þau ganga niður tröppur á veitingastaðnum.
Myndskeiðið hefur, eins og við mátti búast, vakið mikla athygli á samfélagsmiðlasíðunni, en ríflega 35.000 manns hafa lækað við færsluna, enda eru margir án efa ánægðir að sjá hjónin saman á ný eftir þrálátan orðróm um skilnað.
https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/04/09/michelle_obama_ryfur_thognina_um_skilnadarordrom/
Sögusagnir um mögulegan skilnað Obama-hjónanna fóru af stað í byrjun árs eftir að Michelle var hvergi sjáanleg í jarðarför Jimmy Carter, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Þá fór einnig af stað orðrómur um mögulegt framhjáhald fyrrverandi forsetans en hann var meðal annars sagður eiga í ástarsambandi við leikkonuna Jennifer Aniston.
https://www.mbl.is/folk/frettir/2025/01/17/havaer_ordromur_um_framhjahald_og_skilnad/