þri. 22. apr. 2025 17:00
Ljónin voru fljót að forða sér þegar fíllinn gerði atlögu.
Fíll sendi 20 ljón á flótta [myndskeið]

Stórkostleg atburðarás af átökum fíls og 20 ljóna náðist á myndband í Kruger-þjóðgarðinum í Suður-Afríku. Myndbandið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Á upptökunni má sjá einn fíl sem gengur óhræddur að hópi ljóna. Þegar fíllinn er kominn í um 20 metra fjarlægð frá ljónunum stöðvar hann för sína, eins og til að gefa þeim tækifæri til að færa sig. Þegar ljónin virðast ekki ætla að hreyfa sig úr stað, tekur fíllinn skyndilega á rás með látum.

Viðbrögð ljónanna hafa vakið athygli, en öll ljónin, bæði fullorðin dýr og ungar, þjóta í burtu í allar áttir.

Myndbandið sýnir greinilega að jafnvel ljón, sem oft eru kölluð konungar dýraríkisins, vita hvenær best er að forða sér.

Hér má sjá myndbandið.

 

 

til baka