þri. 22. apr. 2025 14:45
Einn heppinn hlustandi fær tækifæri til að fara á tónleika með Beyoncé ásamt vini.
Tveir Íslendingar á leið á draumatónleika með poppdrottningunni

Það er kominn tími til að dusta rykið af heppninni og hækka aðeins í útvarpinu – K100 ætlar nefnilega að byrja sumarið með miklum látum.

Tveir heppnir hlustendur fá tækifæri til að fara á stórtónleika  með Beyoncé í London með ferðaþjónustunni Tango Travel. Allt er innifalið – flug og fjögurra stjörnu gisting í hjarta borgarinnar.

Svona getur þú unnið

Til að næla þér í sæti á tónleikunum þarftu aðeins að gera eitt: Hlusta á K100. Um leið og þú heyrir lagið „Crazy in Love“ með Beyoncé hringir þú strax í 571-1111. Ef þú kemst í beina útsendingu svararðu einfaldri spurningu – rétt svar tryggir þér sæti í pottinum!

 

Alls komast tíu hlustendur í lokapottinn og einn þeirra vinnur ferðina fyrir tvo.

Skráning í leikinn hefst föstudaginn 25. apríl en þáttastjórnendur K100 munu hita vel upp næstu daga.

Þeir sem vilja tryggja sér ferðina geta enn bókað hjá Tango Travel – en sætafjöldi er takmarkaður.

til baka