Joe Exotic, betur ţekktur sem Tiger King, giftist samfanga sínum í gćr. Exotic setti inn fćrslu á samfélagsmiđilinn X og deildi ţar ást sinni á Jorge Flores Maldonado.
Tilkynningunni fylgdi mynd af Exotic, sem heitir réttu nafni Joseph Maldonado, og Jorge, áđur Jorge Marquez, sem sýndi ţá klćdda í samsvarandi jakkaföt međ hvítar hafnaboltahúfur međ blómaboga og grćnan bakgrunn.
https://www.mbl.is/folk/frettir/2024/02/03/exotic_og_kardashian_i_lid_saman/
Hinn 62 ára gamli Exotic sagđi frá trúlofun ţeirra í október á síđasta ári en á ţeim tíma skrifađi hann um unnusta sinn: „Hann er svo magnađur og er frá Mexíkó.“ Nú rétt um sex mánuđum síđar eru ţeir gengnir í hnapphelduna.
Exotic afplánar nú 21 árs dóm fyrir morđtilraun á keppinaut sínum, Carole Baskin, ásamt ţví var hann sakfelldur fyrir illa međferđ á dýrum. Hann hefur áfrýjađ ţeim dómi.
Exotic var áđur giftur Travis Maldonado, en samband ţeirra kom fyrir í Netflix-ţáttunum Tiger King, en Travis lést af slysaskoti í október 2017. Einungis mánuđi síđar giftist Exotic Dillon Passage, en ţađ hjónaband kemur einnig fram í ţáttunum. Hjónabandinu lauk 2021 ţegar Exotic fór bak viđ lás og slá.