Rob Kardashian, eini bróðir þeirra Kardashian-systra, hefur haldið sig frá sviðsljósinu síðustu ár. Hann birtist þó í páskafögnuði Kardashian-fjölskyldunnar í gær. Kim Kardashian setti inn mynd af fjölskyldunni þar sem Rob var á meðal þeirra.
Rob, sem er 38 ára, á dótturina Dream með rapparanum Blac Chyna. Áður var hann stór hluti af raunveruleikaþáttaseríunni Keeping Up With the Kardashians og lét einnig framleiða eigin þætti, Rob & Chyna, áður en hann steig út úr sviðsljósinu 2021.
Síðan þá hefur hann einungis verið hluti af þáttunum í gegnum símtöl við þær systur.
Aðdáendur Kardashians voru ánægðir með þessa óvæntu viðveru Robs og nýttu óspart tækifærið til að tjá þá ánægju í athugasemdum við færslu Kim.