Borgarlínan hefur verið eitt heitasta umræðuefnið undanfarin ár – en veistu nákvæmlega hvað hún snýst um?
Staðreyndin er sú að mjög margir eru á sama stað og Regína Ósk í Skemmtilegri leiðinni heim: þeir hafa heyrt talað endalaust um Borgarlínuna, kinka kolli og þykjast vita allt um málið, en þegar öllu er á botninn hvolft skilja þeir í raun ekki um hvað málið snýst.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/04/05/byst_vid_tofum_a_umferd_i_thrju_ar/
Regína ákvað að taka af skarið í þættinum á dögunum, opnaði sig og játaði hreinskilnislega að hún skildi ekki nákvæmlega hvað Borgarlínan er. Jón Axel brást snarlega við, setti sig í stellingar og reyndi að koma vinsælu en flóknu málefni í skiljanlegan búning – þó með vott af kaldhæðni.
En ef þú ert í sama báti og Regína, ekki örvænta! Hér að neðan færðu einfalda útskýringu á Borgarlínunni, beint frá Jóni Axel – og þú þarft ekki að láta sálu vita af fáviskunni.