þri. 22. apr. 2025 11:28
Guðríður Erla Torfadóttir og Jón Benediktsson nutu lífsins á Tenerife um páskana.
Gurrý og Nonni ástfangin á Tenerife

Guðríður Erla Torfadóttir, eða Gurrý eins og hún er kölluð, fór til Tenerife um páskana með kærasta sínum, Jóni Benediktssyni fiskútflytjanda í Reykjanesbæ. Gurrý varð heimsfræg á Íslandi þegar hún þjálfaði keppendur í sjónvarpsþættinum The Biggest Loser Ísland sem sýndir voru hérlendis um nokkurra ára skeið. Í dag er Gurrý einkaþjálfari og heldur vinsæl námskeið fyrir fólk sem vill lifa betra lífi. 

Hvar er betra að njóta þess að vera til en akkúrat á sólríku eyjunni sem Íslendingar elska, sjálfri Tenerife. Vinsældir eyjunnar hafa ekkert dvínað og eru dæmi um að fólk fari þangað nokkrum sinnum á ári til þess að njóta lífsins. 

Eins og sést á ljósmyndinni sem Gurrý og Nonni birtu af sér á Instagram þá hefur sólríka eyjan við Afríkustrendur farið mjúkum höndum um parið í páskafríinu. 

https://www.mbl.is/smartland/stars/2025/03/28/gurry_komin_a_fast/

 

View this post on Instagram

A post shared by Gurrý (@gurrytorfa)

 

 

til baka