miđ. 23. apr. 2025 08:00
Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, ásamt dóttur sinni Ísabellu Ósk og vinkonu hennar Birnu Mjöll. Hrafnhildur skrifar í fćrslu á Instagram ađ Diamond Beach sé ein sú fegursta sem hún hafi séđ.
Hrafnhildur Hafsteins međ í Ljóskureisunni

Athafnakonan Hrafnhildur Hafsteinsdóttir, eiginkona tónlistarmannsins Bubba Morthens, ferđađist alla leiđ til Balí til ađ heimsćkja dóttur sína, Ísabellu Ósk J. Morthens, og vinkonu hennar Birnu Mjöll Björgvinsdóttur. Ísabella og Birna hafa veriđ í heimsreisu síđan í febrúar, undir formerkjum Ljóskureisunnar á Instagram, og ćtla ađ vera á faraldsfćti fram í byrjun júní.

Balí er eyja og hérađ í Indónesíu, en hérađinu fylgja einnig smáeyjarnar Nusa Penida, Nusa Lembongan og Nusa Ceningan. Hérađiđ er eitt helsta ađdráttarafl ferđamanna í allri Indónesíu og er ferđaţjónusta ţar um 80% af landsframleiđslunni. 

https://www.mbl.is/ferdalog/frettir/2025/04/12/vid_logdum_af_stad_sem_tvaer_vinkonur_med_bakpoka/

 

Hrafnhildur dvaldi á Balí í tvćr vikur og naut sólarinnar og hvítra sandstranda. Saman ferđuđust ţćr ţrjár til stađa eins og Ubud, Gili T, Nusa Penida og Uluwatu, líkt og segir í Instagram-fćrslu Ljóskureisunnar. Ţá fóru ţćr á hina rómuđu Demantsströnd, eđa Diamond beach, á eyjunni Nusa Penida.

Teknar voru guđdómlegar myndir af Hrafnhildi í rauđum kjól međ síđum slóđa í Bali-rólunni í Ubud. Ekki er annađ hćgt ađ sjá en ađ ţćr hafi notiđ dvalarinnar í botn.

View this post on Instagram

A post shared by Hrafnhildur (@hrafnhildur.hafsteinsdottir)

 



til baka