mið. 23. apr. 2025 08:40
Það er líklega ekki oft sem brjóstagjöf fer fram á fyrsta stefnumóti.
Gaf barni sínu brjóst á fyrsta stefnumóti

Útvarpskonan Kristín Sif deildi einstakri sögu í morgunútvarpinu á K100 fyrir nokkru en sagan hefur nýlega vakið athygli á samfélagsmiðlum. Þar deildi hún frásögn af fyrsta stefnumóti sem maður nokkur upplifði og sagði henni frá – stefnumóti sem var bæði krúttlegt, dálítið sérkennilegt og algjörlega ógleymanlegt.

Í stuttu máli varð maðurinn samstundis heillaður af dömunni, en varð heldur hissa þegar móðir hennar mætti óvænt á stefnumótið – með ungabarn sem hún setti hiklaust á brjóst.

„Þarna sitja þau, þrjú saman, og litla barnið, á stefnumótinu, á meðan hún er að gefa brjóst,“ lýsti Kristín í þættinum.

En sagan endaði ekki þar – eins og fram kemur í hljóðbrotinu hér að neðan varð þetta óvenjulega stefnumót upphafið að einhverju ótrúlega fallegu.

Hér má heyra alla söguna.  

 

 

til baka