Egill Heiðar Anton Pálsson tók í morgun formlega við stöðu leikhússtjóra Borgarleikhússins. Hann tekur við af Brynhildi Guðjónsdóttur sem sagði starfi sínu lausu í febrúar síðastliðnum eftir fimm ár.
Greint var frá ráðningu Egils Heiðars um miðjan mars.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/03/14/egill_radinn_borgarleikhusstjori/
Borgarleikhúsið deildi myndum af lyklaskiptunum á Facebook-síðu sinni.
„Í morgun fóru fram lyklaskipti á skrifstofu leikhússtjóra Borgarleikhússins. Við bjóðum Egil Heiðar Anton Pálsson innilega velkominn til starfa.“
Egill Heiðar er þrettándi leikhússtjóri Leikfélags Reykjavíkur.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025/02/14/brynhildur_laetur_af_storfum_sem_leikhusstjori/