þri. 22. apr. 2025 10:09
Veggir Kaffivagnsins í verra standi en upphaflega var talið.
Gaflinn tekinn úr húsinu

Kaffivagninn, elsti veitingastaður Reykjavíkur, hefur verið lokaður vegna framkvæmda síðan í upphafi mánaðar. Framkvæmdirnar eru þó umtalsvert meiri en búist var við í fyrstu, og nú hefur veggurinn þar sem eldhúsið var verið rifinn.

„Veggirnir voru ónýtir sem og platan undir gólfinu, við gátum ekki annað gert en að rífa af gólfið og endurbyggja veggina,“ segir Axel Óskarsson, veitingamaður á Kaffivagninum, í samtali við blaðið. Að sögn Axels var ekki vitað fyrr en framkvæmdir voru hafnar að skipta þyrfti um veggina.

Axel segir þó framkvæmdir ganga vel og að stefnt sé á að opna dyrnar á ný í upphafi maímánaðar. „Við erum að passa upp á Kaffivagninn fyrir komandi kynslóðir,“ segir Axel.

til baka