þri. 22. apr. 2025 11:00
Tónlistarkonan Laufey Lín sat fyrir á forsíðu WWW, þinkonan Áslaug Arna í vinnugír og athafnakonan Tanja Ýr kíkti til Íslands með litla prinsinn.
Instagram: Áslaug Arna málaði íbúð vinkonu sinnar

Mikið líf var um páskana og nóg um að vera hjá landsmönnum. Á meðan tónlistarmaðurinn Jón Jónsson ferðaðist með fjölskyldu sína til Víetnam sagði hlaðvarpsstjórnandinn Sunneva Einarsdóttir „já“ við sinn heittelskaða, Benedikt Bjarnason. Söngkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir sat fyrir á forsíðu WWW í glæsilegum kjól frá franska tískuhúsinu Chloé en þingkonan og fyrrverandi ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir klæddi sig í vinnugallann og fór á fullt í að standsetja íbúð vinkonu sinnar.

Forsíðustúlka!

Söngkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir prýddi forsíðu tísku­tíma­rits­ins WWW eða Who What Wear. 

https://www.mbl.is/smartland/tiska/2025/04/16/laufey_i_eftirsottri_hatisku_a_forsidunni/

View this post on Instagram

A post shared by laufey (@laufey)

 

Hún sagði já!

Sunneva Eir Einarsdóttir, hlaðvarps- og samfélagsmiðlastjarna, og Benedikt Bjarnason, forritari, trúlofuðu sig í Mexíkó nú á dögunum.

https://www.mbl.is/smartland/stars/2025/04/18/sunneva_einars_sagdi_ja/

View this post on Instagram

A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss)

 

Fjölskyldan stækkar!

Fanney Ingvarsdóttir, áhrifavaldur og markaðsfulltrúi Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson bankamaður eiga von á sínu þriðja barni. 

View this post on Instagram

A post shared by Fanney Ingvarsdottir (@fanneyingvars)

 

Sólríkir páskar!

Helgi Ómarsson, ljósmyndari og hlaðvarpsstjarna, og kærasti hans, Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur, njóta lífsins um þessar mundir í Marokkó. 

View this post on Instagram

A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson)

 

Ljúfa líf!

Linda Benediktsdóttir, athafnakona og matarbloggari, er stödd í sólinni á Fuerteventura ásamt fjölskyldu sinni.

View this post on Instagram

A post shared by Linda Ben (@lindaben)

 

Ævintýri!

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir skelltu sér í ævintýraferð til Víetnam ásamt börnum sínum. 

View this post on Instagram

A post shared by Jon Jonsson (@jonjonssonmusic)

 

Líf og fjör!

Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir eru stödd í Singapore ásamt sonum sínum. 

View this post on Instagram

A post shared by Magnús Geir Þórðarson (@magnusgeirthordarson)

 

Páskafrí á Íslandi!

Tanja Ýr Ástþórsdóttir, áhrifavaldur og athafnakona, og kærasti hennar Ryan Amor, hermaður í breska hernum, eyddu páskafríinu á Íslandi ásamt kornungum syni þeirra. 

View this post on Instagram

A post shared by T A N J A Ý R (@tanjayra)

 

Bara gaman!

Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, matargyðja og upplifunarstjóri Hagkaups, og Haraldur Haraldsson, deildarstjóri Icelandir Cargo, eyddu páskunum í Frakklandi ásamt dætrum sínum. 

View this post on Instagram

A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran)

 

Mættur aftur!

Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er mættur aftur til leiks eftir kjálkabrot.

View this post on Instagram

A post shared by Páll Óskar (@palloskar)

 

Rándýr mynd!

Forsetahjónin fyrrverandi, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid fengu mynd af sér með kanadíska rokkaranum Bryan Adams, en sá tróð upp í Eldborgarsal Hörpu á mánudagskvöldið.  

View this post on Instagram

A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid)

 

Miðbæjarlífið!

Fegurðardrottningin og fyrirsætan, Nadía Sif Líndal, fór ekki langt í páskafríinu heldur spókaði sig um í miðbæ Reykjavíkur og naut veðurblíðunnar.

View this post on Instagram

A post shared by NADÍA SIF LÍNDAL (@nadiiasif)

 

Á fornum slóðum!

Íþrótta- og athafnakonan, Katrín Tanja Davíðsdóttir, var stödd í Jórdan ásamt sínum heittelskaða, Brooks Laich. Þar skoðuðu þau fornu borgina Petru.

View this post on Instagram

A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja)

 

Í vinnugír!

Það er sjaldgæf sjón að sjá ekki þingkonu sjálfstæðisflokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, uppáklædda og fína á fundi, á leiðinni á fundi eða á leið af fundi. Þessa dagana er hún í vinnugallanum og aðstoðar góða vinkonu við að standsetja íbúð.

View this post on Instagram

A post shared by Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna)

 


 

til baka