Mikið líf var um páskana og nóg um að vera hjá landsmönnum. Á meðan tónlistarmaðurinn Jón Jónsson ferðaðist með fjölskyldu sína til Víetnam sagði hlaðvarpsstjórnandinn Sunneva Einarsdóttir „já“ við sinn heittelskaða, Benedikt Bjarnason. Söngkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir sat fyrir á forsíðu WWW í glæsilegum kjól frá franska tískuhúsinu Chloé en þingkonan og fyrrverandi ráðherrann Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir klæddi sig í vinnugallann og fór á fullt í að standsetja íbúð vinkonu sinnar.
Forsíðustúlka!
Söngkonan Laufey Lín Bing Jónsdóttir prýddi forsíðu tískutímaritsins WWW eða Who What Wear.
https://www.mbl.is/smartland/tiska/2025/04/16/laufey_i_eftirsottri_hatisku_a_forsidunni/
Hún sagði já!
Sunneva Eir Einarsdóttir, hlaðvarps- og samfélagsmiðlastjarna, og Benedikt Bjarnason, forritari, trúlofuðu sig í Mexíkó nú á dögunum.
https://www.mbl.is/smartland/stars/2025/04/18/sunneva_einars_sagdi_ja/
Fjölskyldan stækkar!
Fanney Ingvarsdóttir, áhrifavaldur og markaðsfulltrúi Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson bankamaður eiga von á sínu þriðja barni.
Sólríkir páskar!
Helgi Ómarsson, ljósmyndari og hlaðvarpsstjarna, og kærasti hans, Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur, njóta lífsins um þessar mundir í Marokkó.
Ljúfa líf!
Linda Benediktsdóttir, athafnakona og matarbloggari, er stödd í sólinni á Fuerteventura ásamt fjölskyldu sinni.
Ævintýri!
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson og Hafdís Björk Jónsdóttir tannlæknir skelltu sér í ævintýraferð til Víetnam ásamt börnum sínum.
Líf og fjör!
Magnús Geir Þórðarson og Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir eru stödd í Singapore ásamt sonum sínum.
Páskafrí á Íslandi!
Tanja Ýr Ástþórsdóttir, áhrifavaldur og athafnakona, og kærasti hennar Ryan Amor, hermaður í breska hernum, eyddu páskafríinu á Íslandi ásamt kornungum syni þeirra.
Bara gaman!
Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir, matargyðja og upplifunarstjóri Hagkaups, og Haraldur Haraldsson, deildarstjóri Icelandir Cargo, eyddu páskunum í Frakklandi ásamt dætrum sínum.
Mættur aftur!
Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er mættur aftur til leiks eftir kjálkabrot.
Rándýr mynd!
Forsetahjónin fyrrverandi, Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid fengu mynd af sér með kanadíska rokkaranum Bryan Adams, en sá tróð upp í Eldborgarsal Hörpu á mánudagskvöldið.
Miðbæjarlífið!
Fegurðardrottningin og fyrirsætan, Nadía Sif Líndal, fór ekki langt í páskafríinu heldur spókaði sig um í miðbæ Reykjavíkur og naut veðurblíðunnar.
Á fornum slóðum!
Íþrótta- og athafnakonan, Katrín Tanja Davíðsdóttir, var stödd í Jórdan ásamt sínum heittelskaða, Brooks Laich. Þar skoðuðu þau fornu borgina Petru.
Í vinnugír!
Það er sjaldgæf sjón að sjá ekki þingkonu sjálfstæðisflokksins, Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, uppáklædda og fína á fundi, á leiðinni á fundi eða á leið af fundi. Þessa dagana er hún í vinnugallanum og aðstoðar góða vinkonu við að standsetja íbúð.