ţri. 22. apr. 2025 08:57
Harvard-háskólinn ţykir ein af merkari menntastofnunum Bandaríkjanna.
Harvard fer í mál viđ Trump-stjórnina

Harvard-háskóli hefur stefnt ríkisstjórn Donalds Trumps sem skar niđur öll framlög til skólans á einu bretti í síđustu viku.

Skólinn neitađi ađ verđa viđ kröfum Trump-stjórnarinnar sem miđa ađ ţví ađ hverfa frá stefnu sinni um ađ taka viđ nemendum međ ólíkan bakgrunn og ađ hann láti af stefnu sem ali á gyđingaandúđ á háskólasvćđinu.

Trump frysti framlög upp á 2,2 milljarđa bandaríkjadala til skólans, eđa ţví sem nemur um 280 milljörđum króna, auk ţess ađ hóta ţví ađ skólinn myndi ekki lengur njóta skattfrelsis.

Í yfirlýsingu Harrison Fields, talsmanns Hvíta hússins, segir ađ sá tími sé liđinn sem búrókratar fái yfirborgađ međ peningum almennings.

„Almannafé eru forréttindi og Harvard getur ekki mćtt grundvallarkröfum sem ţarf til ađ njóta ţeirra forréttinda,“ segir Fields.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/04/15/trump_hotar_harvard_haskola/

Rannsóknum á sjúkdómum stefnt í hćttu 

Alan M. Garber, skólastjóri Harvard, hefur sagt ađ međ ađgerđum sínum hefđi Trump-stjórnin stefnt rannsóknum á sjúkdómum á borđ viđ alzheimer, krabbameini í ungum börnum og parkinsonsveiki í hćttu.

Garber sem sjálfur er af gyđingaćttum hefur viđurkennt ađ gyđingaandúđ hafi vaxiđ á háskólasvćđinu en segir ađ sett hafi veriđ á fót sérstök ađgerđarsveit til ađ taka á vandamálinu.

https://www.mbl.is/frettir/erlent/2025/04/14/stjornendur_harvard_segja_nei_vid_krofum_trumps/

Fleiri skólar undir 

Fleiri skólum hefur veriđ hótađ niđurskurđi ef ţeir verđa ekki viđ kröfum Trump-stjórnarinnar. Ţannig hafa um milljarđs dollara framlög til Cornell-háskóla og um 510 milljón dollara framlög til Brown veriđ afturkölluđ.

Columbia-háskólinn í New York hefur hins vegar orđiđ viđ hluta af kröfum Trump-stjórnarinnar eftir ađ hann horfđi upp á hótun um 400 milljón dollara niđurskurđ.

til baka